Styrktarsjóður sem styrkir ungt fólk með MS-greiningu til náms.

 

Sækja má um styrk til að greiða skólagjöld, námsbækur, námskeið sem eru hluti af námi og annað sem styrkir einstaklinginn á annan hátt til náms. 

Hámarksstyrkur er 50.000 kr. á ári. Einstaklingur getur sótt aftur um styrk eftir tvö ár.

Úthlutun úr sjóðnum er tvisvar á ári, í október og febrúar.

Rétt til úthlutunar eiga þeir félagar í MS-félagi Íslands sem eru á aldrinum 18-30 ára og eru skuldlausir við félagið.

Umsóknir fyrir haustönn 2021 skulu berast fyrir lok september og er umsóknareyðublað aðgengilegt hér SÆKJA UM

Athugið að afrit af reikningum vegna skólagjalda eða námsgagna þurfa að fylgja umsókn.