Fella- og Hólakirkja þar sem tónleikarnir verða haldnir
Fella- og Hólakirkja þar sem tónleikarnir verða haldnir

Þann 11. apríl næstkomandi munu fjórir nemendur í Háskóla Íslands halda tónleika til styrktar ungu fólki með MS. Viðburðurinn verður haldinn í Fella- og Hólakirkju klukkan 20:30 og munu margskonar listamenn koma fram meðal annars tónlistarmennirnir Hlynur Ben og Rannveig Júlía auk þess kemur Dóra sem fór á kostum með uppistand í Frystiklefanum á Rifi.

Á staðnum verðum við með happadrætti þar sem hver og einn einstaklingur borgar litlar 500 krónur til þess að taka þátt, nafn þátttakandans er sett í pott og margir veglegir vinningar eru í boði þar sem ýmis fyrirtæki hafa styrkt.

Auk þess eru frjáls framlög vel þegin og allur peningur sem safnast fer óskiptur til MS-félagsins.

 

Auglýst nánar þegar nær dregur!