Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Árlega setur velferðarráð Reykjavikurborgar sér ákveðnar áherslur vegna úthlutunar styrkja. Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á verkefni sem bæta líðan og hag barna- og ungmenna og fjölskyldna þeirra. Einnig lagði velferðarráð áherslu á verkefni sem stuðla að geðheilbrigði, virkni og hvers konar atvinnu- og samfélagsþátttöku.
Við afhendingu styrkjanna sagði formaður velferðarráðs, Heiða Björg Hilmisdóttir, að metnaður einkenndi umsóknir og vilja umsækjenda til að stuðla að góðri þjónustu til umbjóðenda sinna sem og að stuðla að bættri líðan og högum borgarbúa almennt.
Ólína Ólafsdóttir, stjórnarkona í MS-félaginu, tók á móti styrknum fyrir hönd félagsins.
Sjá frétt á vefsíðu Reykjavíkurborgar hér
BB