Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Styrkir Velferðarráðs Reykjavíkurborgar til hagsmuna- og félagasamtaka til verkefna á sviði velferðarmála voru afhentir við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í gær, miðvikudaginn 4. mars. MS-félagið fékk þjónustusamning um ráðgjafaþjónustu til eins árs að upphæð kr. 1,2 milljónir og veitti Björg Ásta Þórðardóttir, formaður, styrknum viðtöku.
Alls bárust 62 umsóknir fyrir um 260 milljónir frá 52 aðilum og voru veittir styrkir að andvirði 51.050.000 kr.
Styrkjanefnd mat umsóknirnar út frá átta þáttum og gaf umsóknunum stig í samræmi við það. Heildarstigafjöldi stiga var síðan hafður til hliðsjónar við ákvörðun um styrkveitingu. Horft var til þess hvort starfsemin væri í samræmi við stefnur og áherslur velferðarráðs, hvort starfsemi/verkefni væru lögbundin, hvort áhersla væri á valdeflingu notenda, hvert væri forvarnargildið og hvort það mætti þörfum jaðarsettra hópa. Einnig var litið til þess hvort markmið verkefnis féllu að styrkjareglum og að umsóknin væri vel framsett.
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, afhenti styrkina fyrir hönd ráðsins. Við afhendingu styrkjanna sagði Heiða Björg Hilmisdóttir „að með styrkjunum væri verið að efla samstarf Reykjavíkurborgar við frjáls félagasamtök sem starfa á sviði velferðarmála og styrkja frábært starf þeirra„
Á þessu ári er m.a. lögð áhersla á verkefni sem huga að jaðarsettum hópum, þeim sem búa við fátækt og ungmennum sem sýna fíkni- og áhættuhegðun. Auk þessa má nefna verkefni sem stuðla að geðheilbrigði, lýðheilsu og samfélagsþátttöku.
Sjá frétt á vef Reykjavíkurborgar hér
BÓ