MS-félag Íslands blæs enn á ný til sumarhátíðar í tilefni af alþjóðadegi MS.

Þann 29. maí milli kl. 15-17 ætlum við að koma saman í húsi félagsins að Sléttuvegi 5 í Reykjavík, njóta samveru, skemmtunar og veitinga. Alþjóðadagurinn er á vegum MSIF, sem eru alþjóðasamtök MS-félaga og er nú haldinn í 16. sinn.

Þema dagsins tengist greiningu sjúkdómsins með yfirskriftinni mín MS greining og slagorðinu höndlum MS saman. Megin markmiðið með alþjóðadeginum er að vekja athygli á málefnum fólks með MS og miðla fræðslu.

Á sumarhátíðinni verður skemmtun og veitingar fyrir alla fjölskylduna ásamt því að Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, heiðrar okkur með nærveru sinni og flytur ávarp.

 

Dagskrá

Kl. 15:05 Formaður félagsins, Hjördís Ýrr Skúladóttir, setur hátíðina
Kl. 15:15 Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, flytur ávarp
Kl. 16:00 Sirkussýning Sirkus Íslands
Kl. 16:30 Bubbi Morthens tekur nokkur lög

Pylsur og ís. Drykkir í boði Ölgerðarinnar. 

Hoppukastali, andlitsmálun og blöðrur. 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Öll velkomin!