Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Sumarhátíð í tilefni Alþjóðadags MS-félaga verður haldin í MS-húsinu að Sléttuvegi 5, miðvikudaginn 28. maí n.k.
Félagsmenn og velunnarar velkomnir.
Dagskrá frá kl. 16-18. Kynnir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður MS-félagsins.
Kl. 16.00 Leikhópurinn Lotta tekur á móti gestum og skemmtir.
Kl. 16.45 Formaður MS-félagsins, Berglind Guðmundsdóttir, flytur ávarp.
Kl. 17.30 Pollapönkarar mæta á staðinn og taka nokkur lög.
Kynning á hjálpartækjum frá Eirberg, Fastus, Stoð og Öryggismiðstöðinni í sjúkraþjálfunarsal.
Hoppukastali í garðinum. Veitingar verða ekki af verri endanum en Atlantsolía býður upp á pylsur og drykki og ís og ávextir verða í boði félagsins.
Í ár er áhersla MS-félaga um allan heim á AÐGENGI í víðasta skilningi þess orðs. Hvaða hindranir eru í vegi fyrir því að fólk fái óskir sínar uppfylltar um óheft aðgengi að samfélaginu, til dæmis aðgengi að lyfjum, heilbrigðisþjónustu, ferðaþjónustu, skóla, vinnu og tómstundum?
Yfirskrift átaksins er FULLKOMINN DAGUR.