Sumarafgreiðslutími Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) verður frá 15. júní til 15. ágúst. Móttaka viðskiptavina, símsvörun og móttaka hjálpartækja verður frá kl. 10:00 – 13:00 alla virka daga.

Viðskiptavinum er bent á póstkassa sem staðsettir eru í anddyri þjónustuvers SÍ að Vínlandsleið 16 og í anddyri skrifstofu SÍ á Rauðarárstíg 10, 4. hæð, (ásamt ytri póstlúgu) en þar er unnt að skila gögnum, s.s. reikningum, umsóknum, vottorðum o.fl.

Sumarafgreiðslutími hefur ekki áhrif á móttöku rafrænna gagna.

 

 

Greiðslur og endurgreiddur kostnaður til einstaklinga:

 

Viðskiptavinum er bent á að upplýsingar um afgreiðslutíma umsókna og innsendra gagna eru aðgengilegar á www.sjukra.is.

Réttindaákvarðanir og greiðslur verða tryggðar á sumartímabilinu en þó má búast við að afgreiðslutími erinda lengist vegna sumarleyfa. Hér undir falla hvers konar endurgreiðslur á kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu, afgreiðsla hjálpartækja og næringarefna, útborganir vegna slysatrygginga, sjúkradagpeninga, ferðakostnaðar og sjúklingatryggingar. Við bendum á að vefsíða SÍ og þjónustugáttir stofnunarinnar á www.sjukra.is verða aðgengilegar allan sólarhringinn í sumar.

 

Tekið af vef SÍ