Á dögunum afhentu Svölurnar, góðgerðarfélag flugfreyja og flugþjóna, MS-félaginu krossþjálfa að gjöf, tæki sem þær keyptu fyrir styrk sem þær veittu félaginu í júní sl.

Krossþjálfinn er frábært tæki fyrir MS-fólk þar sem aðeins þarf að hafa kraft í einum útlim til að geta nýtt sér tækið. Við átak frá einum útlim hreyfast hinir útlimirnir með þannig að hreyfingin verður heildstæð fyrir notandann. Að auki er hægt að snúa sætinu til þannig að fólk í hjólastólum á greiðan aðgang að tækinu. Eins fylgja tækinu aukahlutir til að stífa af útlimi ef þörf er á.

Segja má að frá því að tækið kom í hús hafi það verið í stanslausri notkun og notendur himinlifandi.

 

Það er ekki ofsagt að Svölurnar hafa stutt dyggilega við bakið á MS-fólki með höfðinglegum gjöfum til félagsins í gegnum tíðina og þakkar MS-félagið innilega fyrir gjöfina.

 

Anna María Harðardóttir tók myndirnar þegar tækið var afhent.

 

BB