Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Mikill fjöldi góðra gesta heimsótti MS-húsið á sumarhátíð félagsins sl. miðvikudag enda var skemmtileg dagskrá í boði og veðrið gott. Leikhópurinn Lotta fór á kostum og Pollapönkarar náðu upp gríðarlega góðri stemmingu þar sem sérstaklega börnin sungu og dönsuðu með af mikilli innlifun.
Atlantsolíubílinn bauð upp á pyslur og drykki og MS-félagið upp á Pollapönk-ís og ávexti. Þar að auki var hægt að fá blöðrur og annað gott eða gagnlegt í sjúkraþjálfunarsal þar sem Eirberg, Fastus, Stoð og Öryggismiðstöðin voru með sýningu á hjálpartækjum. ÖBÍ gaf skrautleg buff og vakti með þeim athygli á betra samfélagi án fordóma.
Veðrið var eins og best var á kosið, miðað við rigningar dagana á undan og eftir en sólin kastaði geislum sínum á gesti hátíðarinnar og hlýtt var og notalegt á pallinum við MS-húsið.
Ekki var annað séð en að hátíðargestir væru ánægðir með daginn og þakkar MS-félagið öllum kærlega fyrir komuna.
Á myndinni má sjá Berglindi formann og Ingdísi skrifstofustjóra, sem bar veg og vanda af sumarhátíðinni, með Pollapönkurum í lok vel heppnaðs dags.
Myndir af hátíðinni eru væntanlegar í myndasafnið á næstu dögum.
BB