“Atvinnulífið er á engan hátt tilbúið til að mæta þeim breytingum sem matið hefur í för með sér,” segir í ályktun Öryrkjabandalagsins um nýjar hugmyndir faghóps félags- og tryggingamálaráðuneytisins um örorku- og starfshæfnismat. Þá segir í ályktuninni, að “starfshæfnismat má ekki valda því að tekjur öryrkja skerðist enn frekar.” Jafnframt leggur ÖBÍ áherzlu á að skilið verði á milli stöðumats og starfshæfnismats.

Hugmyndir ráðuneytisins er að finna í skýrslunni Drög að starfshæfni, sem er að finna hér:

Ályktun Öryrkjabandalagsins um örorku- og starfshæfnismatið fer hér á eftir:

Ályktun aðalstjórnar ÖBÍ um hugmyndir að nýju örorku- og starfshæfnismati.
ÖBÍ leggur áherslu á að skilið verði á milli stöðumats og starfshæfnismats og að stöðumat
verði innleitt sem allra fyrst.

Jákvætt er að starfshæfnismat byggi á ICF-kerfinu en með því er horfið frá einhliða læknisfræðilegu mati. Mjög mikilvægt er að styrkja félagslega sýn á fötlun og setja getu, færni, virkni og mögulega atvinnuþátttöku einstaklingsins í forgrunn.

Innleiðing starfshæfnismats er kostnaðarsöm og ekki framkvæmanleg nema með talsverðu fjármagni. ÖBÍ telur að það ekki koma til greina að halda áfram með starfshæfnismatið nema fjármagn sé tryggt.

Ekki er tímabært að skoða alvarlega innleiðingu starfshæfnismats fyrr en það hefur verið prófað hér á landi og niðurstöður hafa fengist úr tilraunaverkefni, sem er skýrt afmarkað í tíma, fjölda þátttakenda og tegundum fatlana. Mjög mikilvægt er að nýtt matstæki hafi ótvíræða kosti umfram það fyrirkomulag sem nú er til staðar.

ÖBÍ leggur áherslu á að aðlaga þarf vinnumarkaðinn ef starfshæfnismat á að skila góðum árangri. Atvinnulífið er á engan hátt tilbúið til að mæta þeim breytingum sem matið hefur í för með sér.
Starfshæfnismat má ekki valda því að tekjur öryrkja skerðist enn frekar.”

Reykjavík 18. maí 2010
Aðalstjórn ÖBÍ

Greinargerð með ályktun ÖBÍ

hh