Sveinn Kristjánsson hefur nýtt eigin reynslu af alvarlegum veikindum til að byggja upp og þróa verkefnið „WhenGone“ sem gefur fólki tækifæri til að koma á framfæri myndum og skilaboðum á lokuðu svæði á netinu til tilgreindra eftirlifandi ættingja og vina eftir andlát. Sem faðir tveggja ungra barna horfðist hann í augu við þann nöturlega veruleika að fá jafnvel ekki möguleika á því að miðla til barna sinna þeim gildum sem hann þráði að veita þeim.

 

Einn af hornsteinum „WhenGone“ er tenging kerfisins við þjóðskrá. Mikil vinna hefur verið lögð í að gera verkefnið sem best úr garði og varðveita skilaboðin á öruggan hátt og samkvæmt ítrustu kröfum.

 

Inn á „WhenGone“ getur fólk getur tekið upp myndbönd, skrifað skilaboð og/eða hlaðið inn skrám og tilgreint hver eða hverjir skuli fá upptökurnar eftir sinn dag. Þannig er ekkert ósagt, fari allt á versta veg. Við fráfall notanda fá þessir tilgreindu eftirlifendur tilkynningu frá þjóðskrá um að skilaboð bíði þeirra. Notandinn þarf s.s. ekki að upplýsa væntanlega eftirlifendur fyrirfram um að hann hafi lagt skilaboð inn á vefsíðuna.

 

Sveinn hefur kynnt verkefnið „WhenGone“ fyrir  forsvarsmönnum MS-félagsins. Verkefni hans og samstarfsaðila hans hafa fengið opinberan stuðning Krabbameinsfélags Íslands, sálgæslu presta og djálkna LSH og nú MS-félagsins. 

 

MS-félagið hvetur félagsmenn sína til að taka þátt í verkefni Sveins með því að taka þátt í meðfylgjandi könnun.

 

BB

****************

 

„What will I leave behind WhenGone“

Góðan daginn, Sveinn heiti ég og er að vinna að verkefni sem heitir „WhenGone“.

WhenGone.com er vefsíða þarsem fólk getur tekið upp myndbönd, skrifað skilaboð og hlaðið inn skrám. Notandinn segir síðan hver skuli fá skilaboðin eftir sinn dag og falli notandi frá þá kemur kerfið skilaboðunum sjálfvirkt til skila. Því þarf notandinn ekki að láta neinn vita fyrirfram.  Virkni þess er m.a. hugsuð fyrir fólk sem :

·  ·        berst við erfiða sjúkdóma

·  ·        fólk sem dvelur á líknardeild

·  ·        fólk sem starfar við hættulegar starfsgreinar s.s herskyldu, löggæslu eða friðargæslu

 

Kerfinu er ætlað að veita notandanum ákveðna hugarró og létta undir með aðstandendum falli notandinn frá.

Falli notandinn frá þá kemur kerfið skilaboðunum til skila mánuði eftir fráfall.

Þetta verkefni kom útúr persónulegri reynslu frá því ég greindist með heilaæxli árið 2009 og stóð frammi fyrir dauðanum.  Stöð tvö var með stutt innlegg um þetta verkefni í sumar og má sjá það hér: http://www.visir.is/fekk-vidskiptahugmynd-vid-daudans-dyr/article/2012120609182

Mig langar til að biðja þig um smá aðstoð. Ég hef sett saman litla könnun, tíu spurningar. Hún ætti ekki að taka þig lengri tíma en 60 sekúndur og þitt svar mun virkilega gagnast okkur sem erum að vinna að þessu verkefni.

Þú ferð inn á könnunina með því að smella á hlekkinn hérhttps://www.surveymonkey.com/s/whengone