Hross­a­rækt ehf. styrk­ti í síðustu viku fræðslu­nefnd fatlaðra hjá hesta­manna­fé­lag­inu Herði í Mos­fells­bæ, sem ánægðir MS-ingar eru í reiðþjálfun hjá.

Fræðslunefndin stendur fyrir reiðþjálf­un fyr­ir fatlaða og hefur MS-fólki staðið námskeið til boða allt frá ársbyrjun.

Þrátt fyrir mikið sjálfboðaliðastarf kostar reksturinn sitt sem þátttökugjöld geta aldrei staðið undir, því fyrir svona starfsmeni þarf tölu­verðan búnað, eins og reiðtygi og öryggisútbúnað, og ekki síst góða og velhaldna hesta­ og aðstöðu til að taka á móti fötluðum einstaklingum.

Sjá frétt, mynd og myndband á mbl. hér

 

Sjá auglýsingu fyrir vetrarnámskeið MS-félagsins sem nú stendur yfir hér. Gera má ráð fyrir að nýtt sambærilegt námskeið hefjist í ársbyrjun 2015. Nánar auglýst síðar.

 

BB