Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar heldur úti frábærri vefsíðu með upplýsingum um réttindi fatlaðs fólks, aðgengi, atvinnu og menntun, velferð, fræðslu og tómstundir.
Undir Aðgengi er meðal annars hægt að fá upplýsingar um veitingastaði og kaffihús sem bjóða upp á aðgengi fyrir alla, tannlækna, hárgreiðslustofur og fótaaðgerðastofur, hvar aðgengi er gott á ferðalögum innanlands sem erlendis, upplýsingar um gönguleiðir og margt, margt fleira.
Undir Réttindi má meðal annars fá upplýsingar um P-merki, lyfjamál, bílamál og lífeyrisréttindi.
Undir Atvinna og menntun má meðal annars fá upplýsingar um hina ýmsu skóla, námskeið, símenntun og atvinnu með stuðningi.
Undir Velferð má meðal annars fá upplýsingar um hjálpartæki og öryggismál og góð ráð um daglegt líf og samskipti innan fjölskyldunnar.
Undir Fræðslu má finna ýmsan fróðleik sem framleiddur er af Þekkingarmiðstöðinni og
undir Tómstundir má finna upplýsingar um ódýra eða ókeypis afþreyingu eða afslætti t.d. á bíó eða í leikhús, veiðistaði, og upplýsingar um íþróttir og félagsstarf.
Á vefsíðunni má einnig finna mjög ítarlegt tenglasafn
FRÁBÆR SÍÐA SEM VERT ER AÐ SKOÐA OG SETJA Í „BOOKMARK“ (VISTA) J
Slóð á vefsíðuna er hér
BB