Átakinu sem taugafélögin á Íslandi hrundu af stað fyrir um mánuði síðan lauk með því að um 27.500 Íslendingar skrifuðu undir áskorun þess efnis að Sameinuðu þjóðirnar geri að þróunarmarkmiði sínu að efla rannsóknir á taugakerfinu svo finna megi lækningu við sjúkdómum og skaða í taugakerfinu.

Ný þró­un­ar­mark­mið Sam­einuðu þjóðanna til næstu fimmtán ára verða tek­in til samþykkt­ar í sept­em­ber næst­kom­andi.

Eng­in lækn­ing er enn fyr­ir hendi á helstu tauga­sjúk­dóm­um og mænu- og heilaskaða en áætlað er að yfir einn millj­arður manna um all­an heim þjá­ist af sjúk­dóm­um og skaða í tauga­kerf­inu.

Það er vonandi að átakið hljóti verðskuldaði athygli og umfjöllun Sam­einuðu þjóðanna sem beini þar með nægjanlegu fjármagni til rannsókna svo finna megi sem fyrst lækn­ingu á tauga­sjúk­dóm­um og skaða í tauga­kerf­inu.

MS-félagið þakkar öllum þeim sem studdu átakið með einum eða öðrum hætti.

 

 

BB