Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) annast framkvæmd sjúkratrygginga og slysatrygginga.

 

Um sl. áramót flutti Þjónustuver SÍ í nýtt húsnæði að Vínlandsleið 16 í Grafarholti. Þó nokkuð er um að skjólstæðingar SÍ séu að fara „fýluferðir“ á Laugaveg 114, þar sem Tryggingastofnun ríkisins er til húsa.

 

Þjónustuver SÍ veitir þjónustu m.a. vegna:

·         Móttöku á reikningum vegna heilbrigðisþjónustu

·         Sjúkradagpeninga

·         Læknishjálpar

·         Tannlækninga

·         Lyfjamála

·         Slysatrygginga

·         Sjúklingatrygginga

·         Hjálpartækja

·         Næringar og sérfæðis

·         Ferðakostnaðar

·         Sjúkra-, iðju- og talþjálfunar

·         Evrópska sjúkratryggingakortsins

·         Endurgreiðsla erlends sjúkrakostnaðar

·         Skráningar í tryggingaskrá við flutning til Íslands

·         Tryggingayfirlýsinga vegna ferða, flutnings og vinnu á milli landa

 

Þjónustuverið er opið alla virka daga frá kl 10-15.

 

Frekari upplýsingar:

§  www.sjukra.is

§  Réttindagátt  – mínar síður á www.sjukra.is

§  sjukra@sjukra.is

§  Sími 515-0000

§  Sjá kort af ja.is hér

 

 

BB