Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Mikilvægt er að vera á verði gagnvart einkennum þvagfærasýkingar því hún getur aukið á MS-einkenni og líkst MS-kasti.
Þvagfærasýking er það þegar bakteríur komast upp þvagrásina, í blöðru eða jafnvel til nýrna. Þar fjölga þær sér og valda einkennum sýkingar. Yfirleitt er um að ræða bakteríur frá endaþarmi þess sem sýkist. Sýkingin getur verið bundin við þvagblöðru eða blöðruhálskirtil (hjá körlum) eða náð til nýrna.
Það getur verið að bakteríur séu í þvaginu án þess að einstaklingur hafi einkenni um sýkingu.
Í apóteki er hægt að kaupa þvagprufuglös og sérstaka strimla (3 strimlar í pakka) til að setja í þvag, til að kanna hvort um sýkingu er að ræða eða ekki. Það er líka hægt að fara með þvagprufu á heilsugæslustöð til að athuga með sýkingu.
Áður en pissað er í þvagprufuglas er mikilvægt að þvo sér vel um hendur og að neðan til að koma í veg fyrir að sýnið mengist. Best er að fá svokallað miðbunuþvag, en þá fer fyrsta bunan í salernið, síðan í sýnaílátið og blaðran svo tæmd í salernið.
Ef strimlaprófið er jákvætt eða grunur er um sýkingu skal hafa samband við heimilislækni/hjúkrunarfræðing á heilsugæslu sem gæti óskað eftir þvagprufu til að senda í ræktun til að finna út hvaða bakteríur valda sýkingunni, en slík ræktun tekur þrjá virka daga.
Ef einkenni eru mjög skýr, strimlapróf er jákvætt eða einstaklingur hefur fengið þvagfærasýkingar áður getur læknir ákveðið að setja viðkomandi samdægurs á sýklalyfjameðferð.
Við endurteknar sýkingar og þegar einstaklingur hefur lært að meta einkenni sín er stundum gefinn út fjölnota lyfseðill eða einstaklingur látinn taka smáskammta sýklalyf daglega sem fyrirbyggjandi meðferð.
Heimild hér
Mynd: i.huffpost.com