Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Fjölmenni var á jólaballi MS-félagsins og mikið gaman. Jólasveinarnir fóru á kostum enda ekki langt síðan þeir komu af fjalli eftir að hafa dvalið þar árlangt með bræðrum sínum og foreldrum, þeim Grýlu og Leppalúða.
Krakkarnir voru stórhrifnir af jólasveinunum enda hoppuðu þeir kátir og hrópandi um allt, dönsuðu í kringum jólatréð og settu upp leikrit. Krakkarnir voru líka mjög hrifnir af göngustöfum karlanna enda var á öðrum þeirra stærðarinnar hrútshorn og á hinum hangikjötslæri.
Þetta voru stríðnir jólasveinar því áður en þeir fundu nammipoka í poknunum sínum til að gefa góðu börnunum dróu þeir upp úr þeim eitt og annað sem þeir höfðu tekið með sér að heiman og var alveg ótrúlegt hvað rúmaðist mikið í pokunum þeirra.
Ekki var að sjá að börnin væru hrædd við þessa kátu jólasveina heldur þökkuðu þau pent fyrir sig, mörg með handabandi eða kossi á kinn.
Svo verður einnig að nefna undirleikarann, Hilmar, sem leiddi söng af mikilli snilld.
Fullorðna fólkið skemmti sér líka ágætlega enda jólaveinar og börn á ferð og flugi. Boðið var upp á kaffi og jólaöl, kökur og smákökur eins og gerist best á jólaböllum.
Ingdís og Sandra sáu um alla skipulagningu og undirbúning jólaballsins, eins og mörg fyrri ár, og eiga þær miklar þakkir skildar fyrir.
Bergþóra og Ingunn tóku myndir sem finna má undir myndasögum hér.
Ef þið eigið myndir af jólaballinu sem þið viljið deila með okkur hinum hér á vefsíðunni þá má gjarnan senda þær á netfangið bergthora@msfelag.is (helst innan við 100 kb hver mynd).
BB