Til fjölmiðla

 

MS-félag Íslands hvetur íslenska ríkið til að semja sem fyrst við starfsmenn sína og binda þar með enda á vinnudeilu sem skapað hefur óásættanlegt ástand í íslensku heilbrigðiskerfi með lágu þjónustustigi, sem stefnir heilsu sjúklinga í hættu.

MS-sjúklingar þurfa nauðsynlega á reglulegri lyfjagjöf að halda sem og eftirliti og ráðgjöf á dagdeild taugadeildar Landsspítala. Sú deild liggur nú niðri og við það getur MS-félagið ekki unað. Leysa þarf vinnudeiluna hið fyrsta til að koma í veg fyrir frekara tjón.