Til hlaupara og stuðningsmanna

Hlaupurum MS-félagsins er boðið að koma á skrifstofu MS-félagsins að Sléttuvegi 5 á milli kl. 8 og 16 á morgun, fimmtudag og á föstudaginn til að fá frá félaginu, sem takk fyrir þátttökuna, merki félagsins, sem hægt er að næla í hlaupafötin, buff og armband.

Á skrifstofunni er einnig hægt að kaupa boli merkta félaginu, skyggni og derhúfur á 2.500 kr. stykkið.

Við hlökkum til að sjá ykkur :-)

 

Áheitasöfnunin

Áheitasöfnunin hefur gengið ágætlega og stendur nú í  rúmlega 643 þúsundum.

Hægt er fylgjast með áheitasöfnuninni hér.

Sjá myndir frá maraþoninu 2017 hér.

 

Rafskutluleiga Sjálfsbjargar: Nýtt á Menningarnótt

Þeir sem eiga erfitt með gang en eiga ekki hjólastól eða rafskutlu, geta leigt sér rafskutlu eða hjólastól á bílastæðinu við Tækniskólann á vegum Hjálpartækjaleigu Sjálfbjargar. Panta verður tæki fyrir kl. 15 föstudaginn 17. ágúst.

Sendið tölvupóst á Davíð Þ. Olgeirsson, í netfangið david@thekkingarmidstod.is fyrir frekari upplýsingar.

Frábært framtak hjá Hjálpartækjaleigunni :-)

 

Munið hvatningarstöðina við Olís á Granda

Við - og vonandi margir aðrir - verðum á staðnum á milli kl. 9 og 12. Sjá viðburðinn hér.

 

Hvar er hvað?

Hér má fá upplýsingar um:

  • Bílastæði fyrir hreyfihamlaða
  • Rafskutluleigu (NÝTT)
  • Aðgengi inn á hátíðarsvæði
  • Ferðaþjónustu fatlaðra
  • Salernisaðstöðu fyrir hreyfihamlaða
  • Dagskrá
  • Kort yfir hátíðarsvæðið þar sem búið er að merkja helstu staði inn. Sjá einnig hér.

Um almenna þjónustu Strætó á Menningarnótt má lesa hér.

 

 

BB