Velferðarráðuneytið í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra, boðar til ráðstefnu og málstofa dagana 7. – 8. nóvember á Hótel Hilton undir yfirskriftinni „Tímamót í velferðarþjónustu“. Þar verður reynt að varpa ljósi á vegferðina sem framundan er og hvað þarf að gera til þess að hún verði farsæl.

 

Þemu ráðstefnunnar snúa að þremur lykilorðum eða áttavitum sem varða leiðina: Sjálfstæði - Samvinna - Nýsköpun. 

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn, en óskað er eftir að fólk skrái þátttöku hér (neðst á síðu).

Afar fjölbreyttir og áhugaverðir fyrirlestrar og málstofur eru á dagskrá. Dagskrá ráðstefnunnar þann 7. nóvember og dagskrána fyrir vinnustofur 8. nóvember má sjá hér.

 

 

BB