Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
**************
JAFNVÆGISNÁMSKEIÐ
Sértæk líkamleg þjálfun í hópi; Jafnvægi, færni og úthald; Fræðsla og slökun
Vorönn 2014: 2. janúar til 29. apríl
Tími: Þriðjudagar kl. 16-17 og fimmtudagar kl. 16-17 / kl. 17-18
Staður: Sléttuvegur 5, 103 Reykjavík
Verð: 12.000 kr. 1 x í viku / 15.000, kr. 2 x í viku
Lýsing á námskeiði:
Námskeiðið kallast „Sértæk líkamleg þjálfun í hópi; Jafnvægi, færni og úthald; Fræðsla og slökun“ og er í samstarfi við endurhæfingarmiðstöð SÍBS að Reykjalundi.
Námskeiðið miðast fyrst og fremst við þjálfun á jafnvægi, stöðu og hreyfistjórn, krafti og úthaldi hjá MS-fólki. Þjálfunin er færnimiðuð og í formi stöðvaþjálfunar í hópi og verður lögð áhersla á að ögra getu hvers einstaklings. Fræðsla verður um jafnvægi hvíldar og hreyfingar og hreyfivirkni í daglegu lífi með umræðum og blöðungum. Teygjur og stutt slökun verður í lok hvers tíma. Áherslan er ólík eftir dögum, eða eins og segir hér fyrir neðan:
Þriðjudagar:Upphitun, 20 mín stöðvaþjálfun með áherslu á úthald, 20 mín stöðvaþjálfun með áherslu á færnimiðaða kraftþjálfun og svo teygjur og slökun í lok tímans.
Fimmtudagar:Upphitun, 35 mín stöðvaþjálfun með sértækum æfingum á jafnvægi, stöðu, hreyfistjórn og fallviðbragði, teygjur og slökun í lok tímans.
Námskeiðið stendur í 16 vikur í senn og er hægt að velja um að vera einungis á fimmtudögum eða báða dagana.
Leiðbeinendur eru Sif Gylfadóttir og Andri Sigurgeirsson, sjúkraþjálfarar á tauga- og endurhæfingarsviði Reykjalundar.
Skráning og allar nánari upplýsingar á skrifstofu MS-félagsins í síma 568 8620 eða á msfelag@msfelag.is.
Sjá auglýsingu hér: