Tysabri meðferð hafin

Byrjað var í gær að gefa MS-sjúklingum nýja lyfið Tysabri, greint er frá því í Morgunblaðinu í dag.

Rætt er við fyrstu MS-sjúklingana sem fengu lyfið og þá Elías Ólafsson yfirlækni á taugasjúkdómadeild og

Hauk Hjaltason sérfræðing á taugadeild.

Við fögnum þessum mikilvæga áfanga í meðferð MS,  þetta eru merk tímamót fyrir okkur MS-sjúklinga, því eins og haft er eftir Elíasi Ólafssyni hefur Tysabri reynst fækka köstum um allt að 70% . MS-félagið óskar starfsfólki á taugadeild til hamingju með daginn og þó sérstaklega MS-fólki, sem nú sér fram á betri daga.

mbl.is

Sigurbjörg Ármannsdóttir