Alþjóðasamtök MS-félaga hafa nú uppfært leiðbeiningar sínar um COVID-19 og MS. Sjá hér.

Þessi útgáfa (5. mars) inniheldur ráðleggingar um 5 tegundir af COVID-19 bóluefni (mRNA, veiruferja, óvirkur vírus, prótein og lifandi bóluefni) sem og leiðbeiningar um tímasetningu bólusetningar og sjúkdómsbreytandi meðferðar.

 

Helstu tillögur alþjóðasamtakanna varðandi COVID-19 bóluefnin eru:

• Allir með MS ættu að fá bólusetningu gegn COVID-19 (svo framarlega sem þeir hafi ekkert þekkt ofnæmi fyrir efnunum í bóluefninu).

• Fólk með MS ætti að þiggja bólusetningu um leið og hún býðst.

• Jafnvel þótt þú hafir fengið bóluefni er mikilvægt að halda áfram að gera varúðarráðstafanir gegn COVID-19, svo sem að vera með andlitsgrímu, stunda samskiptafjarlægð og þvo hendur, þar sem ný afbrigði eru að koma fram sem núverandi bóluefni veita mögulega ekki vörn gegn.

 

Frekari leiðbeininga um tímasetningu sjúkdómsbreytandi lyfja með tilliti til bólusetningar er að vænta eftir því sem frekari upplýsingar liggja fyrir og einnig upplýsingar um önnur bóluefni, þegar þau fara í notkun.

 

Leiðbeiningar landlæknis fyrir einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri COVID-19 sýkingu

Uppfærð yfirlýsing og ráð frá MSIF á íslensku

Uppfærð yfirlýsing og ráð frá MSIF á ensku

COVID.is

 

Heimasíða MS Data Alliance

Heimasíða MSIF

Heimasíða gagnasöfnunarátaksins

 

Fyrri fréttir:

Frétt 14.01.2021

Frétt 27.10.2020

Frétt 3.7.2020

Frétt 8.5.2020

Frétt 13.3.2020

Frétt 4.3.2020

Frétt 12.2.2020