Evrópusamtök MS-félaga, EMSP, biðja félagsmenn sína á aldrinum 18-35 ára að taka þátt í könnun um atvinnuþátttöku ungs fólks. Könnunin er hluti af verkefninu „Believe and Achieve“, eða Að trúa og ná árangri. Við hvetjum ykkur, unga fólkið okkar, til að taka ykkur tíma og taka þátt í könnuninni því með þátttöku getið þið haft áhrif og breytt hlutum til hins betra.

Byrjað er á því að spyrja almennra spurninga um kyn, aldur, heimilisaðstæður og greiningu. Þá koma spurningar um skólagöngu og möguleg áhrif MS á skólagöngu. Síðan kemur kafli um atvinnuþátttöku, starfsánægju og viðbrögð yfirmanns og samstarfsfélaga og að lokum eru spurningar um hvaða hindranir standa í vegi fyrir því að ungt fólk leiti að eða fái vinnu við hæfi og hvaða þjónusta getur aukið líkurnar á atvinnuþátttöku. Hér er virkilega hægt að hafa áhrif og koma skoðunum sínum á framfæri.

Könnunin er á ensku og sagt er að það taki um það bil 15 mínutur að svara henni. Það er þó líklegt að það taki aðeins lengri tíma þar sem enskan er ekki móðurmál okkar. Könnuninni lýkur þegar ýtt hefur verið á hnappinn „Done“ í lokin.

Hafið þið áhuga á að taka þátt en treystið ykkur ekki í enskuna er ykkur velkomið að hafa samband á msfelag@msfelag.is og óska eftir aðstoð.

 

Könnunina má finna hér

Upplýsingar EMSP um könnunina má finna hér 

 

 

BB