Niðurstöður úr vefkönnun alþjóðasamtaka MS-félaga (MSIF) um MS þreytu liggja nú fyrir. Nýjasta eintakið af tímaritinu MS in focus er MS þreyta og hvernig hún hefur áhrif á fólk. Í því skyni var framkvæmd vefkönnun og voru niðurstöðurnar mjög gagnlegar fyrir þessa umfjöllun. Meira en 10 þúsund manns tóku þátt og þar af 135 Íslendingar. Helstu niðurstöður voru að þreyta er mjög algengt einkenni í MS sjúkdómi, erfitt er að meðhöndla hana og hún hefur mikil áhrif á flesta þættir lífsins.

MSIF ákvað að búa til stuttmynd til að koma niðurstöðunum á framfæri og hvetjum við fólk til að kynna sér hana.

Lesa meira um könnunina (á ensku)
Lesa tímaritið MS in focus sem helgað er þreytu (á ensku)
Horfa á stuttmynd (á ensku)