Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Okkur hjá MS-félaginu langar að eiga góða stund saman með öllu því frábæra fólki sem ætlar að hlaupa fyrir okkur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka þann 19. ágúst nk. með því að bjóða þeim í heimsókn til okkar í MS-húsið að Sléttuvegi 5, þriðjudaginn 15. ágúst kl 18:30.
Fríða Rún, næringarráðgjafi, ræðir um gott mataræði og undirbúning fyrir hlaupið. Í boði verða léttar veitingar og gjafir til hlauparanna auk þess sem hlaupurum býðst að kaupa boli og sól-der merkt félaginu á kostnaðarverði.
Nú þegar hafa 85 hlauparar og 4 hlaupahópar skráð sig til leiks fyrir félagið og hafa þeir safnað 959.813 kr. sem er alveg meiriháttar. Hægt er að fylgjast með söfnunni hér.
Styrkir sem félagar í hópnum Ungir/Nýgreindir safna fara beint í félagsstarf hópsins næsta vetur.
Hægt er að heita á hlaupara hér.
Rafræn skráning er opin hér á marathon.is til 17. ágúst nk. kl. 13.
Hreyfihamlaðir geta einnig tekið þátt, sjá hér.
Verðskrá þátttökugjalda má sjá hér.