Mikið húllumhæ verður eftir viku í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 kl. 16-18 þegar MS-félagið heldur sumarhátíð sína í tilefni alþjóðlega MS-dagsins.

Félagsmenn og velunnarar eru velkomnir.

Að venju verður margt til skemmtunar. Nú í ár mun töframaðurinn Einar einstaki sýna töfrabrögð og hin glæsilega söngkona María Ólafs taka nokkur lög.

Í garðinum verður Hoppukastalinn að venju sem nýtur mikilla vinsælda.

Í sjúkraþjálfunarsal verður kynning á stórum sem smáum hjálpartækjum og vörum frá Eirbergi, Fastus, Rekstrarlandi, Rekstrarvörum og Stoð.

Á vinnustofu MS-Setursins verður að finna alla fallegu munina sem fólkið okkar hefur unnið af mikilli natni, svo sem grjónapokana vinsælu, kerti, skart, kort, skrautmuni..........

Atlantsolíubíllinn býður upp á pylsur og drykki og MS-félagið býður upp á frostpinna og ávexti.  

MS-félagið verður með söluborð þar sem hægt verður að kaupa gjafakort, tækifæriskort og bókamerki sem prýða myndir Eddu Heiðrúnar og Tolla. Einnig verður hægt að gerast Stoðvinur eða félagsmaður en ýmsir ávinningar eru í boði.

Við útdeilum þar einnig fallegum og sumarlegum buffum MS-félagsins og nýprentuðum upplýsingamiðum um MS-sjúkdóminn.

Atlantsolía, góður styrktaraðili félagsins, verður með Atlantsolíulykilinn og býður gestum afslátt af eldsneyti þar sem 1 kr. af hverjum seldum lítra rennur í styrk til MS-félagsins.

 

Alþjóðadagurinn 2015 er eins og fyrri ár tileinkaður aðgengi.

 

GÓÐA SKEMMTUN J