Kallað er eftir áhugasömum einstaklingum frá aðildarfélögunum Öryrkjabandalagsins til þátttöku í starfi málefnahópa ÖBÍ. Hóparnir samanstanda af formanni sem kosinn er á aðalfundi og 6 fulltrúum sem tilnefndir eru af aðildarfélögum ÖBÍ auk tveggja varamanna.

 

Fulltrúa vantar í eftirfarandi málefnahópa til eins árs, fram að aðalfundi ÖBÍ 2019:

  • Aðgengi                                   1 varamann
  • Atvinnu- og menntamál        1 varamann
  • Kjaramál                                  2 varamenn
  • Sjálfstætt líf                            1 varamann
  • Málefni barna                         1 aðalmann og 1 varamann

 

Aðildarfélögin geta tilnefnt í þessa hópa að vild, þ.e. að tilnefna má einn eða fleiri fulltrúa. Mikilvægt er að þeir fulltrúar sem tilnefndir eru hafi brennandi áhuga og svigrúm til þátttöku í málefnastarfinu.

 

Sjá nánar um málefni og fulltrúa málefnahópanna.

 

Viljir þú hafa áhrif á þessu mikilvægu réttindamál öryrkja, þér og öðrum til hagsbóta, endilega skráðu þig hér í síðasta lagi mánudaginn 19. nóvember (eftir helgi).

 

 

BB