Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Í maí sl. kynntum við könnun EMSP (samtök MS-félaga í Evrópu), sem er Á ÍSLENSKU, um atvinnuþátttöku, umönnun, meðferð, stuðning og daglegt líf.
61 Íslendingur hefur nú þegar svarað könnuninni sem er ágætis svarhlutfall sé litið til þess að um 450 eru með MS hér á landi. EMSP biðlar hins vegar aftur til okkar og spyr hvort mögulegt sé að 140 einstaklingar til viðbótar svari könnununni.
Með þátttöku hjálpar þú til við að auka skilning ráðamanna á stöðu fólks með MS í Evrópu og finna lausnir á þeim vandamálum sem blasa við.
Eigum við ekki að gera okkar besta J
Það tekur um 10 mínútur að svara könnuninni og er lokafrestur til þátttöku 31. júlí n.k.
Slóð inn á könnunina er hér.
Í felliglugga í efra hægra horni er hægt að velja „Íslenska“.
Forsíðan er samt sem áður á ensku en með því að smella á „Next“ ertu kominn inn á könnunina á íslensku.
Líklegast hefur verið notuð þýðingarvél við að þýða úr ensku á íslensku en það er um að gera að virða viljann fyrir verkið.
Annað hvort er valið úr felliglugga, skrifað beint í reiti eða valið úr möguleikum
Nokkur orð:
Versnun endurbati (MS í köstum) = Relapsing-remitting
Stöðug versnun = Primary progressive
Versnun í þrepum = Progressive relapsins
Seinni síversnun = Secondary progressive
EDDS er fötlunarskali fyrir fólk með MS, þ.e. er mælikvarði á fötlun einstaklings. Sjá flokkunina á ensku hér.
EF ÞÚ HEFUR EKKI ÞEGAR SVARAÐ KÖNNUNINNI HVETJUM VIÐ ÞIG TIL AÐ TAKA ÞÁTT.
SÝNUM AÐ VIÐ VILJUM HAFA ÁHRIF J