Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Tvær gerðir af pillum við MS sjúkdómnum, Cladribine og Fingolimod hafa nýlega verið kynntar í vísindaritinu New England Journal of Medicine. Rannsóknum er lokið og draga þær úr köstum um 80% eða meira. Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur þegar samþykkt að fram fari forgangsrannsókn á Fingolimod. Hugsanleg leyfisveiting gæti legið fyrir eftir hálft ár. Lyfið hefur verið skírt Gilenia.
Sótt hefur verið um leyfi fyrir bæði lyfin í Bandaríkjunum og hjá Lyfjaeftirliti Evrópu.
Virkni lyfsins er veruleg og hægir á framgangi MS. Standist Fingolimod og Cladribine próf FDA, bandaríska lyfjaeftirlitsins, gætu þessar rannsóknir haft í för með sér að fjöldi MS-sjúklinga þurfi ekki lengur að sprauta sig eða fá rennsli, eins og Tysabri-þegar. Linda Blöndal, fréttamaður hjá Síðdegisútvarpi RÚV fjallaði um þetta mál s.l. þriðjudag og ræddi við Sóleyju G. Þráinsdóttur, taugalækni á LSH.
Kynningarfundur verður fyrir lækna taugalækningardeildar LSH í hádeginu í dag.
Til grundvallar þessum rannsóknarniðurstöðum liggja þrjár rannsóknir, sem allar beindust að því að finna lyf handa MS-sjúklingum með svokllað kasta-bötnunar afbrigði MS, sem er algengasta tegund sjúkdómsins. Í meðfylgjandi ritstjórnargrein í tímaritinu segir læknir, að nýju lyfin kunni að skapa “nýja sýn” fyrir MS-sjúklinga og séu gleðileg viðbót við núverandi meðferðarúrræði.
“Þessar niðurstöður eru merkar fyrst og fremst vegna þess, að bæði lyfin virðast gefa góðan árangur, fara vel í sjúklinga og virkni þeirra er af nýjum toga,” er haft eftir Jeffrey A. Cohen, lækni og forstöðumanni tilraunameðferða við Mellan Setur MS við Cleveland sjúkrahúsið. Hann var einn af forystumönnum Fingolimod rannsóknarinnar.
Þessi tvö lyf eru hugsanlega einungis byrjunin segir Cohen. “Ég hygg að þau séu í raun aðeins undanfari annarra lyfja, sem séu ekki langt undan,” segir Cohen.
Cladribine-rannsóknin var gerð hjá Barts og lækna- og tannlæknaskóla Queen Mary háskólans í Lundúnum. Fyrir þeirri rannsókn fór dr. Gavin Giovannoni og rannsóknarteymi við skólann, sem kannaði handahófskennt úrtak 1300 MS-sjúklinga.
Cladribine er þegar leyft í sprautuformi við hvítblæði. Markaðsnafn þess er Leustatin.
Sverrir Bergmann, taugalæknir MS-félagsins , hefur fylgzt með framgangi framangreindra rannsókna og sagði hann í samtali við MS-vefinn, að niðurstöður þeirra séu góðar og bendi til góðs árangurs. Berglind Guðmundsdóttir, formaður MS-félagsins, var sama sinnis.
“Þetta eru verulega merkar fréttir,” segir John Richert, varaforseti rannsóknarsviðs MS samtaka Bandaríkjanna (NMSS). Sjúklingar þreytast gjarnan á því að þurfa að láta sprauta sig og hætta því oft við að fá lyfin, sagði hann. “Með því að hafa tiltækar pillur eykur það líkurnar á því að sjúklingar fáist til að hefja lyfjameðferð snemma og taki lyf með góðri reglu til langframa.”
Richert lýsti samt ákveðnum efa vegna aukaverkana. Í þremur tilvikum fengu sjúklingar í hópi þeirra, sem fengu litla skammta af Cladribine, krabbamein. “Þetta þarf að rannsaka nánar, eins og höfundar rannsóknargreinarinnar taka sjálfir fram,” sagði Richert.
Þrátt fyrir þetta eru viðbrögð sérfræðinga víða um heim mjög jákvæð og án efa bíða MS-sjúklingar spenntir eftir lokasvörum um leyfisveitingar, því þeir hafa lengi beðið eftir að pillur taki við af sprautum.
FINGOLIMOD-PILLAN – frétt um lyfið og rannsóknina
CLADRIBINE-PILLAN – frétt um rannsóknina og lyfiðKladribín er nýtt lyf fyrir MS sjúklinga - frétt í Síðdegisútvarpi RÚV – 23. feb. 2010
- hh