Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Heiða Björg Hilmisdóttir, fyrrum varaformaður félagsins og fyrrum formaður NMSR, samtaka norrænu MS-félaganna, prýðir forsíðumynd blaðsins að þessu sinni. Heiða Björg kynntist fyrst MS-félagi Íslands þegar Hilmir sonur hennar greindist með sjúkdóminn aðeins ellefu ára gamall árið 2009. „Við vissum ekkert um sjúkdóminn og höfðum mikla þörf fyrir upplýsingar,“
Inngangur: Fyrir tæpum þremur árum lauk ég BA-gráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og síðan diplomagráðu í fötlunarfræðum frá sama skóla í fyrra. Ein helsta ástæða þess að ég hef áhuga á að skrifa um MS-sjúkdóminn og síðar að fara í nám í fötlunarfræðum er að móðir mín er með MS. Með námi mínu hafði ég meðal annars áhuga á að öðlast betri skilning á sjúkdómnum sem og þeim áhrifum sem hann getur haft á líf fólks og þeirra nánustu.
Inngangur: Fyrir tveimur árum síðan lauk ég BA-gráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og fyrr á þessu ári lauk ég diplomagráðu í fötlunarfræðum frá Háskóla Íslands. Lokaritgerð mín í félagsráðgjöf fjallaði um þau andlegu og félagslegu áhrif sem MS-sjúkdómurinn getur haft á fólk. Lokaritgerðin bar nafnið „Lífið með MS, andleg og félagsleg áhrif“ og mun ég hér á eftir reifa stuttlega þær hliðar ritgerðarinnar sem fjölluðu um sjálfshjálparhópa, fjölskyldur og parasambönd fólks með MS.
Inngangur: Algengt er að fólk sem greinist með MS-sjúkdóminn sé á aldrinum 20 til 50 ára, aftur á móti geta börn einnig greinst með MS. Erlend rannsókn sýndi að 2,7-5% af einstaklingum með MS eru greindir fyrir 16 ára aldur.
Inngangur: Þegar einn einstaklingur fær greiningu MS þá hefur það áhrif á alla meðlimi innan fjölskyldunnar. Öll fjölskyldan getur fundið fyrir MS-sjúkdómnum og þurft að laga sig að hinum langvinna sjúkdómi.
Inngangur: Í síðustu MeginStoð birtist viðtal við unga konu, Ölmu Ösp Árnadóttur, sem sagði frá hvernig líf hennar breyttist við að greinast með MS-sjúkdóminn fyrir nokkrum árum. Hér á eftir birtist frásögn móður hennar, Heru Garðarsdóttur, þar sem hún rekur viðbrögð sín sem foreldris við sjúkdómsgreiningu dótturinnar.
Lýsing: Aðstoðin og umönnunin sem margir MS sjúklingar fá frá mökum sínum, öðrum fjölskyldumeðlimum og vinum, eru lykilatriði hvað varðar möguleika þeirra til að viðhalda lífsgæðum og sjálfstæði sínu í samfélaginu. En vinir og fjölskylda sem eru í hlutverki umönnunaraðlia þurfa einnig á stuðningi að halda til að viðhalda heilsu sinni og lífsgæðum.
Þessi texti er skrifaður fyrir börn á aldrinum 6 - 12 ára. Barnið getur sjálft lesið hann, en gott er að foreldrar gefi sér tíma til þess að lesa hann með barninu.