Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Inngangur: Skynsamleg þjálfun er öllum nauðsynleg. Áhrif hennar á líkama og sál eru óumdeild. Fjöldi rannsókna hefur meðal annars sýnt fram á jákvæð áhrif þjálfunar á stoðkerfið, meltingarkerfið, æðakerfið, blóðsykur og líkamsþyngd. Góð hreyfing dregur úr streitu, þreytu, kvíða, þunglyndi og almennri vanlíðan auk þess sem hún skerpir hugsun. Þjálfun hefur meira að segja áhrif á einkenni taugasjúkdóma, bætir tengingar í heilanum, dregur úr stífleika í vöðvum, eykur liðleika í liðum, bætir vöðvakraft, viðheldur færni og skerpir jafnvægið.
Inngangur: Jafnvægisæfingar hófust fyrir tilstilli MS-félags Íslands og tauga- og endurhæfingarsviðs Reykjalundar í janúar 2009 í MS-Setrinu. Til að byrja með voru æfingarnar einu sinni í viku og hugsaðar fyrir einstaklinga sem sóttu ekki dagvist MS, voru með MS-greiningu og gátu gengið með eða án gönguhjálpartækja.
Inngangur: Fólk með MS-sjúkdóm upplifir jafnvægisvanda snemma í sjúkdómsferlinu. Hræðsla við að detta og minni þátttaka, bæði heima fyrir og í samfélagi, getur fylgt í kjölfarið sem um leið getur haft enn frekari áhrif á heilsu og færni. Ástæður og afleiðingar skerts jafnvægis eru margvíslegar og verða þeim gerð skil hér sem og mögulegum leiðum til úrbóta....
Inngangur: Það er mikilvægt fyrir alla að vera virkir þátttakendur í lífshlaupinu. Þegar veikindi ber að garði verða gjarnan miklar breytingar á daglegu lífi. Hlutverk og jafnvægi daglegrar iðju raskast og það þarf að aðlagast breyttum aðstæðum.
Inngangur: Góð líkamleg heilsa er gjöf. Það að finna góða líðan í líkamanum og finna mátt sinn og megin í „að geta“, og að hafa tækifæri til að nýta getuna til „að gera“, og að taka þátt, eru lífsins gæði.
Endurhæfing einstaklinga með MS byggist á samstarfi margra aðila, því sem á fræðimáli er nefnt teymisvinna. Í teymisvinnu sameina krafta sína sérhæfðir starfsmenn úr ólíkum greinum með það að markmiði að endurhæfing hvers og eins verði sem markvissust.