Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Inngangur: Guðrún Erla Sigurðardóttir er 39 ára gömul. Hún ólst upp í Breiðholtinu í Reykjavík og býr þar enn ásamt eiginmanninum, Jóhannesi Geir Númasyni, dótturinni Aþenu Carmen og eiga þau von á öðru barni í nóvember næstkomandi. Guðrún Erla var 22 ára gömul þegar hún greindist með MS.
Lýsing: "Á sama tíma og álitið er að MS geti aukið álag á fjölskylduna er sá möguleiki fyrir hendi að sjúkdómurinn verði til þess að styrkja samband parsins og fjölskyldunnar sem heildar. Lífið getur fært fólki margskonar erfiðleika eins og MS-sjúkdóminn sem getur skyggt á annars góða sambúð. Hvernig tekið er á þeim, skiptir sköpum fyrir parið."
Lýsing: "...auðvelt [er] fyrir fólk með líkamleg vandamál að leita til lækna og hjúkrunarfræðinga eftir viðeigandi úrræðum. [Sigga Dögg leggur] áherslu á að fólk [virki] ímyndunaraflið..."
Inngangur: Fyrir tveimur árum síðan lauk ég BA-gráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og fyrr á þessu ári lauk ég diplomagráðu í fötlunarfræðum frá Háskóla Íslands. Lokaritgerð mín í félagsráðgjöf fjallaði um þau andlegu og félagslegu áhrif sem MS-sjúkdómurinn getur haft á fólk. Lokaritgerðin bar nafnið „Lífið með MS, andleg og félagsleg áhrif“ og mun ég hér á eftir reifa stuttlega þær hliðar ritgerðarinnar sem fjölluðu um sjálfshjálparhópa, fjölskyldur og parasambönd fólks með MS.
Lýsing: Þú og maki þinn eruð í góðum gír, hamingjusöm og heit undir sænginni. En urrr - ákkúrat þegar allt er svo yndislegt, þá finnur þú hvernig fótur þinn eða handleggur spennist upp og öðlast sjálfstætt líf með spasma....... Kannski er þetta ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist. Kannski hefur þú reglulega upplifað hvernig annars yndislegar og notalegar stundir truflast vegna skyndilegrar vöðvaspennu eða spasma. Og kannski ert þú svo svekkt(ur) og leið(ur) yfir þessu, að þú ert á mörkum þess að gefa upp kynlíf upp á bátinn.
Lýsing: Þegar þú ert með MS eru ekki allar kynlífsstellingar sem virka jafn vel (og áður). Sumar stellingar geta framkallað spasma eða krampa og aðrar geta verið erfiðar að framkvæma. En ef þú þorir til að gera tilraunir þá getur þú fundið stellinguna eða stellingarnar sem virka vel fyrir þig þannig að þú náir að njóta kynlífs á fallegan og náinn hátt.
Lýsing: Sumir halda að góðu kynlífi sé lokið þegar annar aðilinn greinist með langvinnan sjúkdóm sem taka þarf tillit til. Því fer þó víðs fjarri að svo þurfi að vera þó að sjálfsögðu geti komið upp erfiðleikar.