Vörunúmer: 4001

Tækifæriskort - Guð blessi Ísland

Verðm/vsk
2.500 kr.

Tækifæriskort - 8 í pk. með umslögum "Guð blessi Ísland" Stærð 12x16,5 cm.

Mynd eftir Gunnellu (Guðrún Elín Ólafsdóttir)

Verðm/vsk
2.500 kr.

Tækifæriskortið 2023 skartar skemmtilegri mynd eftir Guðrúnu Elínu Ólafsdóttur - Gunnellu en hún hefur glatt þjóðina í mörg ár með litríkum og glaðværum listaverkum. Kortin eru prentuð án áritunar og henta þannig við öll tækifæri.

Myndin ber nafnið “Guð blessi Ísland” og var máluð undir áhrifum af ógleymanlegri ræðu Geirs Haarde þáverandi forsætisráðherra, sem endaði á orðunum „Guð blessi Ísland“. Tilfinningin að þjóðin væri skilin eftir í óvissu og hver og einn yrði að bjarga sér. Á myndinni er þjóðin að róa lífróður og sumir að róa af landi brott.

Gunnella sækir efni mynda sinna í íslenska náttúru, menningu og lífið í sjávarplássum og bæjum kryddað húmor og gleði.