Hljóð- og myndbandsupptökur frá ráðstefnunni – MS-sjúkdómurinn – staða og horfur, sem haldin var í tilefni 50 ára afmæli félagsins, eru nú aðgengilegar.
Dagana 28. ágúst til 7. september fór fram vefkönnun fræðsluteymis MS-félagsins. Þessi grein er sú fyrsta sem greinir frá helstu niðurstöðum. Fleiri eru væntanlegar síðar.
Vísindamenn hafa greint nýtt afbrigði af MS, MCMS, sem ekki sést á sneiðmynd af heila MS-sjúklings í MRI (segulómun), og því aðeins hægt að greina eftir andlát.
Við MCMS eiga taugaskemmdir sér stað án niðurbrots á mýelíni í heila, eins og talið er einkennandi fyrir MS-sjúkdóminn.
Mörgum þykir ansi langur tími líða frá því að frétt berst þess efnis að eitthvað ákveðið lyf hafi lofað svo góðu í rannsóknum að leyfishafi lyfsins hafi ákveðið að sækja um markaðsleyfi fyrir lyfið svo hefja megi almenna notkun þess.
Mikilvægt er að hefja lyfjameðferð sem fyrst eftir að einkenna MS-sjúkdómsins verður vart svo koma megi í veg fyrir fötlun síðar í sjúkdómsferlinu eða í það minnsta, seinka ferlinu. Þetta sýnir ný dönsk rannsókn.
Niðurstöður úr stórri fasa-3 rannsókn á siponimod til meðferðar á einstaklingum með síðkomna versnun MS (SPMS) voru birtar fyrir helgi í vísindaritinu Lancet.
Bráðabirgðaniðurstöður MIST-rannsóknarinnar (#1), sem kynntar voru 17. mars sl., sýna góðan árangur stofnfumumeðferðar (AHSCT) (#2) fyrir fólk með mjög virkan MS-sjúkdóm í köstum. MS-köstum þátttakenda fækkaði svo um munaði og margir fengu einhvern bata.
Lyfjafyrirtækin Biogen og AbbVie hafa innkallað MS-lyfið Zinbryta, sem fékk markaðsleyfi í Evrópu um mitt ár 2016 og á Íslandi 2017. Lyfið hefur ekki verið ávísað á Íslandi.