Sækýrnar sex náðu takmarki sínu í nótt og syntu boðsund yfir Ermasundið á 19 klukkustundum, 32 mínútum og 8 sekúndum. Þær eru þar með fyrsta íslenska boðsundsveitin, sem öll er skipuð konum, til að ná þessum áfanga. MS-félagið óskar þeim innilega til hamingju.

Boðsundið var til styrktar MS-Setrinu, sem er endurhæfingarmiðstöð fyrir MS-fólk. Enn er tekið á móti framlögum.

 

Reikningsnúmer fyrir framlög er 515-14-407491, kt. 551012-0420.

Einnig má hafa samband við MS-félagið í síma 568 8630 og 568 8620 á milli kl. 10 og 15 virka daga.

 

Við komuna að strönd Frakklands hjá Calais tóku Sækýrnar lagið glaðar og sigurreifar, sjá hér.

Lesa má meira um Sækýrnar á fésbókarsíðu þeirra.

 

Sjá eldri frétt MS-félagsins hér.

 

 

TIL HAMINGJU, SÆKÝR, MEÐ ÁRANGURINN

ÞIÐ ERUÐ FRÁBÆRAR