Verður þú stundum þreytt/ur í fótum, jafnvel alveg við það að gefast upp, en langar til að sjá og gera svo miklu meira? Lestu þá um þessa léttu og handhægu rafskutlu og um tilboð á rafskutlu og rafmagnshjólastól sem eru í gangi núna.
Jafnvægistruflanir hjá MS-greindum geta stafað af MS-sárum í litla heila, þ.e. valdið truflunum á samskiptum á milli litla heila og líkamans, og vegna óbeinna áhrifa annarra MS-einkenna.
Ferðafélagið Útivist hefur unnið að því að koma upp aðstöðu fyrir hreyfihamlaða í útivistarparadísinni, Básum á Goðalandi. Stórir og miklir pallar eru á milli skála, fláar víða, salerni með stoð og handföngum og rúmstæði á neðri hæð.
Ef þú ert með MS-greiningu og hafir þú skipt frá handknúnum hjólastól yfir í rafknúinn hjólastól (rafknúinn að öllu leyti) á síðustu 3 árum, viljum við gjarnan heyra frá þér.
Sumarhátíð MS-félagsins var að venju haldin í sól og sumaryl á Sléttuveginum í tilefni Alþjóðadags MS. Virkilega skemmtilegur eftirmiðdagur með góðu fólki, góðum skemmtiatriðum og góðum veitingum. Kærar þakkir fyrir komuna góðu gestir og bestu þakkir til allra þeirra er lögðu hönd á plóg.