Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
01.03.2019
MS-félagið býður nú einstaklingum með MS og aðstandendum þeirra upp á sálfræðiþjónustu. Boðið verður upp á þjónustuna til reynslu til loka júní 2019. MS-félagið hefur gert samning við Berglindi Jónu Jensdóttur, sálfræðing, um að sinna sálfræðiþjónus...
28.02.2019
MS-félagið er með einstaklega góðan sal til leigu að Sléttuvegi 5 sem tekur 60-70 manns í sæti. Salurinn er leigður út fyrir hvers kyns mannfagnaði.
26.02.2019
Stundum er talað um MS sem sjúkdóminn með þúsund andlit. Einkennin eru margbreytileg og einstaklingsbundin, þau geta verið tímabundin eða varanleg og mismunandi er að hve miklu leyti einkennin hafa áhrif á daglegt líf.
20.02.2019
Dagana 28. ágúst til 7. september sl. fór fram vefkönnun fræðsluteymis MS-félagsins. Þessi grein er sú þriðja sem greinir frá helstu niðurstöðum. Sú fjórða og síðasta er væntanleg síðar.
15.02.2019
Í gær veitti velferðarráð Reykjavikurborgar styrki til 35 verkefna, þ.á m. til MS-félagsins. Fékk félagið 1.200.000 kr. til að fjármagna þjónustusamning vegna ráðgjafaþjónustu félagsráðgjafa.
08.02.2019
Fyrir tæpu ári fór af stað stofnfrumurannsókn í Noregi með það að markmiði að bera saman AHSCT-stofnfrumumeðferð við MS-lyfið Lemtrada. Sl. haust var Danmörku og Svíþjóð boðið að taka þátt.
04.02.2019
MS-félagið býður félagsmönnum sínum upp á 6 vikna grunnnámskeið í jóga, 4. mars – 10. apríl, ef næg þátttaka fæst. Kennt verður 2 daga í viku í 75 mín. í senn; mánudaga og miðvikudaga kl. 16:15 til 17:30.
01.02.2019
MS-félagið hefur sl. 18 ár leigt af Brynju, Hússjóði ÖBÍ, íbúð að Sléttuvegi 9 til skammtímaútleigu fyrir félagsmenn. Stjórn félagsins hefur nú tekið þá ákvörðun að segja íbúðinni upp frá og með mánaðarmótum febrúar-mars.
24.01.2019
Rannsóknir benda til þess að MS-greindir með sjúkdómsmyndina MS í köstum (RRMS), sem fá MS-lyf fljótlega eftir greiningu, þróa síður með sér sjúkdómsmyndina síðkomna versnun (SPMS) borið saman við þá sem fá ekki lyf eða þá sem fara ekki strax á lyfjameðferð eftir greiningu.
20.01.2019
Frá 2012 hefur í allt um 90 einstaklingum með MS verið gefið „off label“ lyfið MabThera með virka efninu rituximab. Frá síðasta lyfjaútboði LSH er sjúklingum nú gefið lyfið undir heitinu Blitzima. Sama virka efni – annar framleiðandi – engin áhrif á sjúkling.