Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
13.10.2018
Nú er hægt að kaupa einstaklega fallegt borðalmanak ársins 2019 með vatnslitamyndum Eddu Heiðrúnar Backman og tækifæriskort með vatnslitaverki Dereks K. Mundell, leiðbeinanda Eddu Heiðrúnar heitinnar, sem ber heitið Mosabrekka.
10.10.2018
Advania færði MS-félaginu á dögunum DELL skjá fyrir fundarherbergi að gjöf í tilefni 50 ára afmælis. MS-félagið þakkar Advania kærlega fyrir gjöfina, sem mun koma að góðum notum á fundum og í fræðslustarfsemi félagsins.
08.10.2018
Um daginn var áhugi á Sheng Zhen æfingum og hugleiðslu kannaður. Ekki var nægur áhugi á þeim dögum sem þá var boðið upp á. Nú hefur leiðbeinandi námskeiðsins boðist til að halda námskeiðið um helgi.
06.10.2018
MS-blaðið, 2. tbl. 2018, hefur verið sent heim til félagsmanna og er nú aðgengilegt á vefnum.
03.10.2018
Hljóð- og myndbandsupptökur frá ráðstefnunni – MS-sjúkdómurinn – staða og horfur, sem haldin var í tilefni 50 ára afmæli félagsins, eru nú aðgengilegar.
30.09.2018
Á MS-vefnum er að finna samsafn vefslóða með fjölbreyttum styrktar- og teygjuæfingum, slökunaræfingum og æfingum til að efla hugræna færni. Þær má gera hvar sem er og hvenær sem er.
26.09.2018
Fræðsluteymi MS-félagsins kannar nú áhuga á námskeiði í Sheng Zhen æfingum og hugleiðslu en Sheng Zhen er hluti af hefðbundinni kínverskri læknisfræði og er sagt bæta heilsu og vellíðan.
23.09.2018
MS-félagið fagnaði 50 ára afmæli 20. september og bauð af því tilefni til ráðstefnu og í afmælisveislu að ráðstefnu lokinni. Ráðstefnan bar yfirskriftina – MS-sjúkdómurinn – staða og horfur.
23.09.2018
Námskeiðið er fyrir foreldri/a sem eiga uppkomin eða yngri börn með MS-sjúkdóminn og byggist á fræðslu, umræðum og stuðningi.
20.09.2018
Björg Ásta Þórðardóttir, formaður MS-félagsins, skrifar hugleiðingar sínar í tilefni tímamótanna.