Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
02.06.2019
Ef þú ert með MS-greiningu og hafir þú skipt frá handknúnum hjólastól yfir í rafknúinn hjólastól (rafknúinn að öllu leyti) á síðustu 3 árum, viljum við gjarnan heyra frá þér.
02.06.2019
Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins.
30.05.2019
Sumarhátíð MS-félagsins var að venju haldin í sól og sumaryl á Sléttuveginum í tilefni Alþjóðadags MS. Virkilega skemmtilegur eftirmiðdagur með góðu fólki, góðum skemmtiatriðum og góðum veitingum. Kærar þakkir fyrir komuna góðu gestir og bestu þakkir til allra þeirra er lögðu hönd á plóg.
27.05.2019
Alþjóðadagur MS er 30. maí og er honum fagnað með sumarhátíð MS-félagsins 29. maí. Yfirskrift dagsins er Hin ósýnilegu einkenni MS.
23.05.2019
MS-lyfið Mavenclad hefur nú bæst í flóru MS-lyfja á Íslandi eftir jávæða umsögn Lyfjagreiðslunefndar. Mavenclad hefur mikla langtímaverkun.
16.05.2019
Í tilefni Alþjóðadags MS verður sumarhátíð MS-félagsins haldin að venju í sól og sumaryl á Sléttuveginum. Fjörið byrjar kl. 16 miðvikudaginn 29. maí og stendur til um kl. 18.
15.05.2019
Íris Eik Ólafsdóttir, félagsráðgjafi, hefur verið ráðin til starfa fyrir félagið. Hún mun sinna félagsráðgjöf, fjölskyldu- og parameðferð fyrir félagsmenn MS-félagsins.
11.05.2019
Dregið hefur verið úr innsendum réttum lausnum krossgátu í 1. tbl. MS-blaðsins 2019. Hér má nálgast lausn krossgátunnar.
11.05.2019
Stjórn Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur og ÖBÍ auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum.
07.05.2019
Námskeið fyrir maka fólks með MS byggist á fræðslu og umræðum. Námskeið byrjar mánudaginn 13. maí, ef næg þátttaka næst.