Stjórn og starfsfólk MS-félags Íslands sendir félögum, vinum og velunnurum bestu jólakveðjur með ósk um farsæld á nýju ári.
Þökkum auðsýndan stuðning og velvilja á árinu sem er að líða.
Laugardaginn 11. nóvember verður æfing á klukkustundarfresti allan daginn til styrktar MS félagi Íslands hjá Kvennastyrk, líkamsrækt Strandgötu 33 í Hafnarfirði.
Annað tölublað MS-blaðsins í ár er komið út. Eins og fyrra tölublað ársins er það helgað unga fólkinu. Blaðið hefur verið sent til félaga og styrktaraðila og ætti að berast í pósti á næstu dögum en er einnig aðgengilegt hér á rafrænu formi.
MS-félagið fagnaði 55 ára afmæli félagsins með ráðstefnu og afmæliskaffi í Gullhömrum í Grafarholti miðvikudaginn 20. september. Boðið var upp á fróðleg erindi, pallborðsumræður og söngatriði.
MS-félagið fagnar 55 ára afmæli 20. september n.k. Af því tilefni býður félagið til ráðstefnu og afmæliskaffis Gullhömrum, Þjóðhildarstíg 2, Grafarholti.
Í gær var sumarhátíð haldin í tilefni Alþjóðadags MS og var venju samkvæmt sól og vor í lofti á þessum degi þrátt fyrir allar haustlægðirnar sem höfðu streymt hér yfir okkur á SV horni landsins þetta vorið.