Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
21.12.2023
Stjórn og starfsfólk MS-félags Íslands sendir félögum, vinum og velunnurum bestu jólakveðjur með ósk um farsæld á nýju ári. Þökkum auðsýndan stuðning og velvilja á árinu sem er að líða.
08.11.2023
Laugardaginn 11. nóvember verður æfing á klukkustundarfresti allan daginn til styrktar MS félagi Íslands hjá Kvennastyrk, líkamsrækt Strandgötu 33 í Hafnarfirði.
18.10.2023
Annað tölublað MS-blaðsins í ár er komið út. Eins og fyrra tölublað ársins er það helgað unga fólkinu. Blaðið hefur verið sent til félaga og styrktaraðila og ætti að berast í pósti á næstu dögum en er einnig aðgengilegt hér á rafrænu formi.
28.09.2023
MS-félagið fagnaði 55 ára afmæli félagsins með ráðstefnu og afmæliskaffi í Gullhömrum í Grafarholti miðvikudaginn 20. september. Boðið var upp á fróðleg erindi, pallborðsumræður og söngatriði.
25.09.2023
Í dag er fánadagur Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðana um sjálfbæra þróun og tökum við þátt með því að flagga fána heimsmarkmiðanna á Sléttuveginum.
18.09.2023
Hugleiðingar formanns MS-félagsins, Hjördísar Ýrar í tilefni af 55 ára afmæli félagsins.
08.09.2023
Nú er opið fyrir umsóknir um námsstyrk. Umsóknir fyrir haustönn skulu berast fyrir lok september.
31.08.2023
MS-félagið fagnar 55 ára afmæli 20. september n.k. Af því tilefni býður félagið til ráðstefnu og afmæliskaffis Gullhömrum, Þjóðhildarstíg 2, Grafarholti.
17.08.2023
Þá fer að líða að þessum árlega stórviðburði og mikil tilhlökkun í loftinu. MS-félagið er með bás á sýningunni FIT&RUN í Laugardalshöll
01.06.2023
Í gær var sumarhátíð haldin í tilefni Alþjóðadags MS og var venju samkvæmt sól og vor í lofti á þessum degi þrátt fyrir allar haustlægðirnar sem höfðu streymt hér yfir okkur á SV horni landsins þetta vorið.