Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
22.03.2018
Þann 11. apríl næstkomandi munu fjórir nemendur í Háskóla Íslands halda tónleika til styrktar ungu fólki með MS. Viðburðurinn verður haldinn í Fella- og Hólakirkju klukkan 20:30 og munu margskonar listamenn koma fram
21.03.2018
Föstudaginn 13. apríl hefst námskeið sérstaklega ætlað aðstandendum MS-fólks. Námskeiðið fer fram í húsnæði félagsins á Sléttuvegi 5 og er í tvö skipti.
20.03.2018
Bráðabirgðaniðurstöður MIST-rannsóknarinnar (#1), sem kynntar voru 17. mars sl., sýna góðan árangur stofnfumumeðferðar (AHSCT) (#2) fyrir fólk með mjög virkan MS-sjúkdóm í köstum. MS-köstum þátttakenda fækkaði svo um munaði og margir fengu einhvern bata.
20.03.2018
Mánudaginn 9. apríl hefst fimm vikna Yoga námskeið fyrir byrjendur. Námskeiðið verður á mánudögum og fimmtudögum í húsnæði MS-félagsins. Takmarkað pláss í boði.
09.03.2018
Nú stendur til boða að taka á leigu sal MS-félagsins að Sléttuvegi 5. Salurinn rúmar 60-70 manns og hentar vel fyrir veislur, fyrirlestra eða hverskyns mannamót.
06.03.2018
Kvennahreyfing ÖBÍ stendur fyrir námskeiði um aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Námskeiðið er sex skipti í tvo tíma í senn og verður einu sinni í viku (þriðjudaga) frá 13. mars til 24. apríl (frí 3. apríl) kl 17-19. Námskeiðsgjald er kr. 7.000-
04.03.2018
Lyfjafyrirtækin Biogen og AbbVie hafa innkallað MS-lyfið Zinbryta, sem fékk markaðsleyfi í Evrópu um mitt ár 2016 og á Íslandi 2017. Lyfið hefur ekki verið ávísað á Íslandi.
27.02.2018
Námskeið fyrir maka fólks með MS hefst fimmtudaginn 8. mars næstkomandi. Tilgangurinn með námskeiðinu er að fólk í svipaðri stöðu hittist og deili reynslu sinni og fái fræðslu.
26.02.2018
Í síðustu viku tilkynntu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) að stofnunin hefði ákveðið að segja upp rammasamningi við sjúkraþjálfara, sem kveður á um greiðsluþátttöku ríkisins í kostnaði einstaklinga vegna sjúkraþjálfunar, gerði heilbrigðisráðherra ekki athugasemd við uppsögnina.
23.02.2018
MS-félag Íslands skorar á heilbrigðisráðherra að hafna þeirri fyrirætlan Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að segja upp núgildandi rammasamningi við sjúkraþjálfara fyrir lok mánaðarins, með sex mánaða fyrirvara, geri ráðherra ekki athugasemdir