Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
16.04.2025
Fyrra tölublað MS-blaðsins í ár er komið út á rafrænu formi. Blaðið fer í prentun eftir páska og verður sent til félaga og styrktaraðila í pósti.
04.04.2025
Styrktarbingó MS-félags Íslands mánudaginn 14. apríl í safnaðarheimili Lindakirkju, Kópavogi. Húsið opnar klukkan 18. Gott aðgengi og næg bílastæði.
02.04.2025
Splunkunýtt hlaðvarp MS-félagsins, MS-kastið, fór í loftið í dag. Stjórnandi MS-kastsins er Þorsteinn Árnason Sürmeli og fyrsti viðmælandinn er Hjördís Ýrr Skúladóttir.
27.03.2025
MS-félags Íslands stendur fyrir fræðslufundi fyrir MS fólk og aðstandendur á Norðurlandi laugardaginn 5. apríl í sal Giljaskóla. Húsið opnar kl. 11:30.
04.02.2025
Opnunartími skrifstofu MS-félagsins breytist nú í febrúar og verður hún framvegis lokuð á föstudögum.
15.12.2024
Stjórn og starfsfólk MS-félags Íslands sendir félögum, vinum og velunnurum bestu jólakveðjur með ósk um farsæld á nýju ári. Þökkum auðsýndan stuðning og velvilja á árinu sem er að líða.
26.11.2024
Seinna tölublað MS-blaðsins í ár er komið út undir stjórn nýs ritstjóra, Erlu Maríu Markúsdóttur. Blaðið er stútfullt af áhugaverðu efni og ætti að berast félögum og styrktaraðilum í pósti á allra næstu dögum en er einnig aðgengilegt hér á vefnum.
30.10.2024
Þvert á Norðurlöndin er fólk með MS-sjúkdóminn með minni atvinnuþátttöku en aðrir íbúar. Það hefur efnahagslegar afleiðingar bæði fyrir einstaklinginn sjálfan og fyrir þjóðarbúskapinn. Þetta kemur fram í nýrri fræðilegri skýrslu frá VIVE, sem er dönsk rannsóknar- og greiningarmiðstöð velferðarmála. Skýrslan leiðir einnig í ljós að þörf er á nýrri þekkingu um fólk með MS, tengsl þeirra við vinnumarkaðinn sem og upplýsingum um hindranir og tækifæri á vinnumarkaði.
28.10.2024
Elín Broddadóttir sálfræðingur mun leysa Sigrúnu Ólafsdóttur Flóvenz af fram á vor 2025, samkvæmt samningi félagsins við Samskiptastöðina.
20.09.2024
Opið er fyrir umsóknir í styrktarsjóð til náms fyrir 18-30 ára einstaklinga með MS, sjá nánar í frétt.