Fræðsluteymi MS-félagsins kannar nú áhuga á námskeiði í Sheng Zhen æfingum og hugleiðslu en Sheng Zhen er hluti af hefðbundinni kínverskri læknisfræði og er sagt bæta heilsu og vellíðan.
MS-félagið fagnaði 50 ára afmæli 20. september og bauð af því tilefni til ráðstefnu og í afmælisveislu að ráðstefnu lokinni. Ráðstefnan bar yfirskriftina – MS-sjúkdómurinn – staða og horfur.
Á dögunum fór fram uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Berglind Björgúlfsdóttir og Ólína Ólafsdóttir mættu fyrir hönd félagsins til að taka formlega á móti þeim 1.327.082 kr. sem söfnuðust í maraþoninu.
Dagana 28. ágúst til 7. september fór fram vefkönnun fræðsluteymis MS-félagsins. Þessi grein er sú fyrsta sem greinir frá helstu niðurstöðum. Fleiri eru væntanlegar síðar.
Vegna mikillar skráningar á ráðstefnuna um MS 20. september n.k. hefur staðsetning ráðstefnunnar verið færð úr húsnæði MS-félagsins í Gullhamra, Þórhildarstíg 2, Grafarholti. Af þeim sökum þurfti að seinka dagskrá um 30 mínútur.
Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka mættu gallvösk í MS-húsið undir lok ágúst sl. til að fegra umhverfi MS-hússins með því að reyta arfa og illgresi, skera kanta og vinna aðra garðvinnu.