Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
28.12.2022
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um námsstyrk. Umsóknir fyrir vorönn skulu berast fyrir lok janúar.
22.12.2022
Sendum hugheilar jólakveðjur til félaga, vina og velunnara og minnum á jólalokun skrifstofu.
29.11.2022
Hóhóhó, nú getum við aftur haldið jólaball eftir tveggja ára hlé. Hurðaskellir og Kjötkrókur ætla að kíkja í heimsókn til okkar með glaðning fyrir börnin og verða þeir örugglega extra fjörugir í sprelli og dansi þar sem þeir hafa lítið getað prakkarast sl. tvö ár. Ballið verður haldið laugardaginn 10. desember kl. 14-16 í safnaðarheimili Grensáskirkju. Húsið opnar kl. 13.30. Veitingar, tertur og kruðerí. Aðgangur er ókeypis en skráning nauðsynleg.
11.11.2022
Almanak ársins 2023 með fallegum myndum Eddu Heiðrúnar Backman er komið í sölu. Þá kynnum við nýtt jólakort með mynd af Herðubreið eftir Ingvar Thor Gylfason.
04.11.2022
MS-blaðið er komið út og er aðgengilegt hér á rafrænu formi. Það hefur einnig verið sent út til félagsmanna og styrktaraðila og ætti að berast þessa dagana.
09.09.2022
Kenney Jones og félagar í bresku hljómsveitinni The Jones Gang, halda styrktartónleika í Háskólabíói þann 27. október. Miðasala á Tix.is
05.09.2022
ÖBÍ – réttindasamtök, sem MS-félag Íslands er aðili að, hafa fengið nýja og gjörbreytta ásýnd og umgjörð. Áherslan er á sterka jákvæða ímynd og víðtæka þátttöku. Við óskum samtökunum til hamingju með útkomuna og hlökkum til að starfa á þeim vettvangi þar sem geta, möguleikar, réttindi og ábyrgð verða í fyrirrúmi.
26.08.2022
Nú er opið fyrir umsóknir um námsstyrk. Umsóknir fyrir haustönn skulu berast fyrir lok september.
09.08.2022
Mánudaginn 15. ágúst leggur hjólahópurinn Mobydick Ice Project upp í ferð sína þvert yfir Ísland á fjallahjólum. Af því tilefni efnir MS-félag Íslands, í samstarfi við Mobility.is og Hjólafærni, til hjólagleði á Sléttuvegi 5 milli klukkan 10 og 12.
27.06.2022
Alþjóðadagur MS fór vel fram í fögru umhverfi Bakkakotsvallar í Mosfellsdal í sól og smá vindi en haldið var upp á daginn með golfmóti og glæsilegri fjölskylduhátíð.