Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
24.04.2021
Rafrænn aðalfundur félagsins verður haldinn mánudaginn 10. maí kl. 17. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrir fram.
29.03.2021
Vert er að vekja athygli á að með nýjum lyfjalögum sem tóku gildi 1. janúar 2021 þá féll niður S-merking lyfja. Lyf sem merkt voru S-lyf eru nú ýmist almenn lyf eða leyfisskyld lyf.
26.03.2021
Margrét Ólafsdóttir lést þriðjudaginn 23. mars sl. MS-félagið og Setrið votta aðstandendum hennar dýpstu samúð og þakka hjartanlega áratuga samvinnu, samveru og vináttu.
22.03.2021
MS blaðið er komið út og er aðgengilegt hér á rafrænu formi. Það hefur einnig verið sent út til félagsmanna og styrktaraðila og ætti að berast í vikunni.
18.03.2021
Í vikunni kom út ný skýrsla samtaka evrópskra MS félaga (EMSP) MS Barometer 2020. MS Barometerinn, sem kom fyrst út árið 2008, tekur púlsinn á stöðu fólks með MS í Evrópu með það að leiðarljósi að setja alþjóðleg viðmið fyrir þjónustu og meðferð fólks með MS.
08.03.2021
Alþjóðasamtök MS-félaga (MSIF) hafa nú uppfært leiðbeiningar sínar um COVID-19 og MS. Þessi útgáfa inniheldur ráðleggingar um 5 tegundir af COVID-19 bóluefni og tímasetningu bólusetningar.
03.03.2021
Embætti landlæknis hefur staðfest að einstaklingar með MS tilheyri hópi 7 m.t.t. COVID-19 bólusetningar, ef þeir tilheyra ekki þegar hópum 1-6 vegna aldurs, dvalarstaðs eða starfs.
19.02.2021
Umsjón jafningjastuðnings hefur færst yfir til MS-félagsins þar sem Stuðningsnet sjúklingafélaganna hefur verið lagt niður og ÖBÍ mun hafa umsjón með fræðslu.
15.01.2021
Taugalæknarnir Haukur Hjaltason og Ólafur Árni Sveinsson á taugadeild Landspítala hafa tekið saman upplýsingar fyrir MS sjúklinga vegna Covid-19 bólusetningar.
14.01.2021
Alþjóðasamtök MS félaga hafa enn á ný uppfært ráðleggingar sínar um COVID-19 á heimsvísu fyrir fólk með MS, nú með upplýsingum um bóluefnin frá Pfizer-BioNTech og Moderna.