Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra úthlutaði í gær 95 milljónum króna af safnliðum fjárlaga til félagasamtaka sem starfa að heilbrigðismálum, þar á meðal til MS-félags Íslands.
Fræðsluteymi MS-félagsins þakkar þeim 228 einstaklingum sem tóku þátt í könnun um ósýnileg einkenni og heilbrigðisþjónustu sem lauk í gær. Niðurstaðan verður kynnt í MS-blaðinu sem kemur út í mars n.k.
Framkvæmdastjórn ESB hefur veitt markaðsleyfi fyrir lyfið Mayzent (siponimod) sem er ætlað fyrir virka síðkomna versnun MS. Leyfið kemur í kjölfar tilmæla þar að lútandi frá Lyfjastofnun Evrópu.
Opið er fyrir umsóknir í styrktarsjóð MS-félagsins, sem styrkir ungt fólk með MS-greiningu til náms. Umsóknir fyrir vorönn skulu berast fyrir lok janúar.
Síðasta MS-blað var tileinkað ósýnilegum einkennum MS og fékk umfjöllun blaðsins jákvæðar viðtökur. Félagið hefur því ákveðið að kanna umfang ósýnilegra einkenna meðal félagsmanna sinna.
Laugardaginn 18. janúar kl. 16:50 ætlar félagshópurinn Skellur (áður Ungir- og nýgreindir með MS) að hittast og taka hálftíma leik í bogfimi í Bogfimisetrinu fyrir einungis 1750 kr á manninn. Viðburðurinn er auglýstur nánar inn á FB hópnum "Skellur (MS)".
MS-félagið býður nú einstaklingum með MS og aðstandendum þeirra á ný upp á sálfræðiþjónustu.
Það er Berglind Jóna Jensdóttir, sálfræðingur, sem mun sinna sálfræðiþjónustunni.