Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
08.11.2019
Sala er hafin á jólakorti ársins, sem í ár skartar verkinu Hortensía eftir Pétur Gaut. Höfum einnig til sölu plaköt eftir tveimur myndum Eddu Heiðrúnar Backman, "Í hásal vinda" og "Húmar að". Þá er ótalið borðdagatal fyrir árið 2020, einnig með myndum Eddu Heiðrúnar Backman.
05.11.2019
Mikil og góð viðbrögð hafa verið við greininni „Var prinsessan á bauninni með MS? Ósýnileg einkenni MS“ sem birtist í MS-blaðinu á dögunum. Innihald greinarinnar virðist hafa opnað augu margra og skapað umræður milli para og innan fjölskyldunnar.
04.11.2019
Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins.
01.11.2019
Vikan hér á Sléttuveginum hefur einkennst af miklu annríki. Þessi tími ársins er einn sá annasamasti hjá okkur því eitt helsta fjáröflunarverkefnið okkar er sala á jólakortum og þeim þarf að pakka í söluumbúðir. Við nutum liðsinnis starfsfólks Íslandsbanka í vikunni.
23.10.2019
Örnámskeið fyrir félagsmenn. Mánudaginn 4. nóvember kl. 16.30-18.30 að Sléttuvegi 5. SKRÁNING TIL FIMMTUDAGS 31. OKTÓBER 2019
21.10.2019
Fyrirlesturinn 10 hamingjuráð úr smiðju jákvæðrar sálfræði með Ásdísi Olsen miðvikudaginn 23. október kl. 20. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
19.10.2019
MS-lyfið Ocrevus er með markaðsleyfi í Evrópu sem meðferð við MS í köstum og, sem það fyrsta, við stöðugri versnun MS. Það hefur því markaðsleyfi á Íslandi en hefur þó ekki hlotið samþykki Lyfjagreiðslunefndar(4) fyrir greiðsluþátttöku ríkisins.
16.10.2019
Gagnsemi lyfsins Blitzima / MabThera fyrir MS-greinda var til umræðu á ECTRIMS-ráðstefnunni(1) 11. - 13. september sl. Blitzima / MabThera er hvergi í heiminum markaðssett sem MS-lyf en hefur verið notað sem slíkt á Íslandi síðan 2012.
13.10.2019
Einstaklingar með MS á ónæmisbælandi meðferð mega fá flensusprautuna, þar sem hún inniheldur bóluefni sem eru ekki lifandi. Margir sem tilheyra áhættuhópum velja jafnframt að fá bólusetningu gegn pneumókokkum, sem eru bakteríur sem valda m.a. lungnabólgum og fleiri alvarlegum sýkingum.
09.10.2019
Meðal efnis í blaðinu eru greinar eftir Bergþóru Bergsdóttur, fræðslufulltrúa félagsins, um ósýnileg einkenni MS og Hönnu Heiðu Lárusdóttur, BSc í sálfræði, um andlega heilsu MS-fólks á Íslandi.