Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
03.02.2020
Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins.
31.01.2020
Lyfjagreiðslunefnd hefur nú samþykkt leyfisskyldu fyrir Ocrevus (ocrelizumab) og því fer að styttast í að hægt sé að taka lyfið í notkun hér á landi.
30.01.2020
Fræðsluteymi MS-félagsins þakkar þeim 228 einstaklingum sem tóku þátt í könnun um ósýnileg einkenni og heilbrigðisþjónustu sem lauk í gær. Niðurstaðan verður kynnt í MS-blaðinu sem kemur út í mars n.k.
29.01.2020
Framkvæmdastjórn ESB hefur veitt markaðsleyfi fyrir lyfið Mayzent (siponimod) sem er ætlað fyrir virka síðkomna versnun MS. Leyfið kemur í kjölfar tilmæla þar að lútandi frá Lyfjastofnun Evrópu.
27.01.2020
Opið er fyrir umsóknir í styrktarsjóð MS-félagsins, sem styrkir ungt fólk með MS-greiningu til náms. Umsóknir fyrir vorönn skulu berast fyrir lok janúar.
17.01.2020
Síðasta MS-blað var tileinkað ósýnilegum einkennum MS og fékk umfjöllun blaðsins jákvæðar viðtökur. Félagið hefur því ákveðið að kanna umfang ósýnilegra einkenna meðal félagsmanna sinna.
17.01.2020
Laugardaginn 18. janúar kl. 16:50 ætlar félagshópurinn Skellur (áður Ungir- og nýgreindir með MS) að hittast og taka hálftíma leik í bogfimi í Bogfimisetrinu fyrir einungis 1750 kr á manninn. Viðburðurinn er auglýstur nánar inn á FB hópnum "Skellur (MS)".
13.01.2020
Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins.
06.01.2020
MS-félagið býður nú einstaklingum með MS og aðstandendum þeirra á ný upp á sálfræðiþjónustu. Það er Berglind Jóna Jensdóttir, sálfræðingur, sem mun sinna sálfræðiþjónustunni.
20.12.2019
MS-félag Íslands óskar félagsmönnum, vinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með bestu þökkum fyrir stuðning og velvilja á árinu sem er að líða. Skrifstofa MS-félagsins að Sléttuvegi 5 í Reykjavík verður lokuð yfir hátíðarnar, eða frá og með 23. desember til 3. janúar (báðir dagar meðtaldir).