Yfirlýsing alþjóðasamtaka MS (MSIF) í kjölfar fundar framkvæmdastjórnar MSIF, lækna- og vísindanefndar MSIF, forseta TRIMS og samtaka starfsfólks sem vinnur við rannsóknir, hefur nú verið birt á heimasíðu þeirra, msif.org.
Styrkir Velferðarráðs Reykjavíkurborgar til hagsmuna- og félagasamtaka til verkefna á sviði velferðarmála voru afhentir við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í gær, miðvikudaginn 4. mars. MS-félagið fékk þjónustusamning um ráðgjafaþjónustu til eins árs að upphæð kr. 1,2 milljónir.
Sóttvarnalæknir beinir því til félagasamtaka og félaga sjúklinga og/eða aðstandenda að koma eftirfarandi skilaboðum um smitvarnir vegna kórónaveiru (COVID-19) á framfæri til þeirra sem málið varðar:
Skrifstofa félagsins verður lokuð fyrir hádegi miðvikudaginn 19. febrúar vegna fræðslu starfsmanna. Opnum aftur klukkan 12. Hægt er að senda póst á msfelag@msfelag.is
Frétt uppfærð 6.3.2020. Nýji kórónavírusinn (2019-nCoV) er öndunarfærasjúkdómur sem ekki hefur sést áður hjá mönnum. Þessi nýi stofn kórónavírussins fannst fyrst í Kína í desember 2019 og hefur síðan breiðst út til annarra heimshluta. Frétt uppfærð 6.3.32020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra úthlutaði í gær 95 milljónum króna af safnliðum fjárlaga til félagasamtaka sem starfa að heilbrigðismálum, þar á meðal til MS-félags Íslands.